ÍRIS fjarskiptastrengurinn er virkur

ÍRIS fjarskiptastrengurinn er orðinn virkur og kominn í notkun.  ÍRIS er þriðji fjarskiptasæstrengurinn sem tengir Ísland við Dublin á Írlandi og eykur tilkoma hans fjarskiptaöryggi Íslands tífalt.  Verkefninu lauk á tíma- og kostnaðaráætlun.

Um umfangsmikið verkefni var að ræða sem hefur verið í þróun síðustu fjögur árin.  Verkefnið hófst með undirbúningsvinnu í upphafi árs 2019 þar sem fýsilegir lendingastaðir og leið á sjávarbotni var valin.  Sjávarbotnsrannsóknir fóru fram 2020 til  2021 og var fjarskiptastrengurinn var framleiddur á árunum 2021 til 2022. Lagning strengsins hófst síðasta vor með lendingu strengsins í Þorlákshöfn mánudaginn 23. maí og lauk henni á áætlun í byrjun ágúst með tengingu inn í Galway á Írlandi.  Prófanir framleiðanda á strengnum fóru fram síðasta haust og var hann afhentur til Farice við athöfn á Írlandi 11. nóvember.  Síðan þá hafa tæknimenn Farice unnið að innleiðingu strengsins með tengingum í netkerfi félagsins og við viðskiptavini þess. Þeirri vinnu lauk nú um mánaðarmótin og er því strengurinn kominn í notkun.

 

02-IS fréttatilkynning Íris RFS orðinn virkur – Copy