Verktakar vinna núna hörðum höndum að lagningu ljósleiðara um götur Galway til að tengja sæstrenginn við landkerfi alla leið til Dublin. Um 2 kílómetrar hafa þegar verið lagðir af landstreng og síðasti hlutinn, um 1 km er í lagningu. Síðasta skrefið er að að leggja yfir Dublin Road sem er fjölfarin gata og þarf að loka á meðan framkvæmdum stendur. ÍRIS kemst þá í samband fyrirlyggjandi ljósleiðarakerfi Aurora Telecom sem er dótturfyrirtæki gasfélagsins (Gas Networks Ireland). Farice hefur fest kaup á ljósleiðurum í því kerfi sem liggja meðfram gasleiðslu þvert yfir Írland um 220 km leið til Dublin. Þessum framkvæmdum lýkur á næstunni.
Lagning ljósleiðara í Galway í fullum gangi
By Örn Orrason|2022-08-12T16:32:49+00:00ágúst 12th, 2022|Iris|Slökkt á athugasemdum við Lagning ljósleiðara í Galway í fullum gangi