Fjölbreytt þjónustuframboð
Sambönd – Ethernet 10G/100G (DWDM)
Sambönd sem veitt eru á bylgjubúnaði (DWDM) eru annars vegar 10G/bs eða 100Gb/s.
Tengisnið er að jafnaði Ethernet á 1310nm bylgjulengd sem dregur 10km frá afhendingarstað. Langdræg sambönd <40km eru veitt á 1550 nm
Þessi þjónusta er gjarnan einfaldlega kölluð „bylgjur“ eða „bylgjuþjónusta“ en á ensku er gjarnan talað um „wavelength services“
Þjónustan er veitt beint af bylgjubúnaði Farice sem kemur frá fyrirtækinu CIENA
Framhaldstengingar frá afhendingarstað (POP) í samstarfi við lykilbirgja.
Farice selur þjónustu sína eingöngu í heildsölu til endursöluaðila fjarskipta (fjarskiptafyrirtæki og internet þjónustuveitendur og hýsingaraðilar)
Sjá neðar lista yfir afhendingastaði
Lágmarkslengd samnings er 1 ár.
Sambönd milli Íslands og Evrópu/UK
10 G og 100G “bylgjur” DWDM þjónusta LAN_PHY
Þjónustusamningur (SLA)
Fyrir utan Ethernet tengisnið er möguleiki að tengjast með OTU2/OTU4
Föst ákveðin leið í landi og sjó
Val milli sæstrengja FARICE-1 og DANICE og mismunandi landleiða
Óvernduð (e. unprotected) sambönd og án varaleiða (e. restoration) Það er hlutverk viðskiptavina hér að huga að umfremd og fjölbreytileika í netuppbyggingu
Sjá neðar lista yfir afhendingastaði
Sambönd milli Íslands og Norður-Ameríku
Farice býður einnig sambönd milli Íslands og Norður-Ameríku yfir Greenland Connect sæstreng. Í boði er að afhenda í New York, Boston, Halifax eða Montreal.
ETHERNET LÍNUR (EPL)
Farice býður þjónustu á eigin Metro Ethernet kerfi (MEF) sem byggir á búnaði frá Nokia. Í samanburði við Ethernet bylgjuþjónustu (DWDM) er helsti munurinn sá að hér er boðið uppá minni hraða og unnt er að bjóða uppá verndun (e.protection) á leiðum sem tryggir mun hærri væntan uppitíma á stöku sambandi (99,99% á móti 99,5%). Að öðru leiti eru báðar þjónustur gagnsæjar gagnvart Ethernet pökkum, það sem kemur inn fer út óbrenglað í fjarenda, líkt og þekkt var með þjónustu sem hét og heitir leigulína.
ETHERNET LÍNUR (EPL)
Farice selur þjónustu sína eingöngu í heildsölu til endursöluaðila fjarskipta (fjarskiptafyrirtæki og internet þjónustuveitendur og hýsingaraðilar). Farice bendir öðrum fyrirtækjum á að hafa samband við þjónusveitendur fjarskipta.
Samningar eru að lágmarki til eins árs í senn.
Í boði á 10GbE og 1GbE tengisniði
Bandvídd frá 100 Mb/s til 5Gb/s
Þjónustusamningar POP-POP
- Gagnsæ þjónusta (e. transparent), hleypir t.d. VLAN merkingum óhindrað í gegn
Staðgengilsþjónusta fyrir leigulínur, „point-to-point“ þjónusta
Samband getur verið varið (e. protected) yfir báða sæstrengi
Samhæfð við MEF (Metro Ethernet Forum) skilgreiningar á E-Line / EPL þjónustu
Möguleiki á miðlægu E-NNI samnýtingarporti aðgreining skv. 802.1q „Q in Q“
Risapakkar (Jumbo Frame) 9216 bæti
- Afhendingarstaðir þjónustu, sjá neðar.
Ekki er boðið uppá E-LAN og E-Tree flutningsþjónustu.
Nokia kerfið getur einnig flutt STM-1 og STM-4 sambönd.
Internet þjónusta
GLOBAL IP TRANSIT
Farice (AS 56704) hefur frá árinu 2012 boðið fjarskiptafyrirtækjum og gagnaverum IP Transit þjónustu með 100% uppitíma
Þjónusta afhent á 10GbE og 1GbE samtengjum
- Afhendingarstaðir þjónustu, sjá neðar
Verðlagt eftir notkun (95% percentile) eða eftir hámarkshraða (e. Flat Rate)
Tengt þremur flutningsaðilum (Cogent, TATA og GTT) ásamt því að vera beintengt fjölmörgum efnisveitum á AMS-IX (Amsterdam Internet Exchange) og LINX (London Internet Exchange)
BGP peering er forsenda þess að tengjast. Með öðrum orðum viðskiptavinur þarf að ráða yfir eigin AS-númeri
Viðskiptavinur sér sjálfur um að tengjast RIX
Tryggð rýmd í neti komi til útfalls eins sæstrengs eða bilunar á einni landleið.
Farice selur þjónustu sína eingöngu í heildsölu til endursöluaðila fjarskipta (fjarskiptafyrirtæki, internet þjónustuveitendur og hýsingaraðilar)

Þjónustustaðir (POP = Points Of Presence)
Fyrir töflu yfir þjónustustaði og þjónustugetu hafið samband við okkur, sjá neðar.
Verð fyrir 10G DWDM sambönd og magnmælda umferð
Verðskrá 2025
10G bylgjur (DWDM) sambönd
Verðskrá Farice fyrir árið 2025 -10G sambönd ómagnmæld
Mæld umferð
Magnmæld umferð hentar stærri viðskiptavinum. Magnmæld umferð verður í boði á 10G og 100G portum (bandvídd). Viðskiptavinir fá þá stærð af bandvídd/portum sem hæfir þeirri skuldbundinni umferð sem þeir kaupa að lágmarki. Umferðarmæling er framkvæmd mánaðarlega með 95% percentile mælingu (CDR) úr safni mælinga með 5 mínútna söfnunarbili (upplausnin). Viðskiptavinir semja um lágmarksskaup (CDR) yfir árið.
Notkunargjald hvert Mb/s er 1,29€ á mánuði (fyrir CDR). Umframnotkunargjald er €1,42 á Mb/s (BDR). Mæling er mæld með 95% percentile aðferð, þ.e.a.s 5% af 5 mín. meðaltalstoppum eru fjarlægðir til að finna ígildi hámarksumferðar.
Samningar eru til 12 mánaða hverju sinni og skulu endurskoðaðir árlega og eigi síðar en fyrir 1.október ár hvert. Við endurrútreikninga verðskrár fyrir næsta ár, 2026 hér, sé tekið mið af tekjuþörf Farice og áætlaðri þörf viðskiptavina sem skal miðuð við áætlaða notkun árið eftir í septembermánuði það árið. Reikna skal með 25% lágmarksaukningu milli ára sem viðmið ef ekki liggja til grundvallar mælingar.
Þau skilyrði eru sett að keypt séu að jafnaði jafnstór sambönd á hverjum hinna þriggja sæstrengja. Lágmarkskaup hvert ár í magni eru 20% CDR af getu hvers sambands hvers sæstrengs. Hér eru dæmi sett í töflu til útskýringar
skilyrði
Ekki er heimilt að senda umferð milli category 1 (Telco) og category 2 (DC) flokka á annanhvorn veginn á neinum tíma.
Frekari upplýsingar um aðrar útfærslur og þjónustur má fá hjá sölumönnum Farice