Tenging Ísland við umheiminn

Nútímalegt og öruggt net

Farice rekur nútímalegt net til að anna kröfuhörðum viðskiptavinum sínum sem ekki eru bara íslensk fjarskiptafélög heldur líka erlendir aðilar í gagnaverum landsins. Farice ber í raun meginábyrgðina á því að Ísland sé vel tengt, bæði hvað varðar flutningsgetu og líka hvað varðar uppitíma og öryggi. Með því að nýta nýjustu framfarir í ljósleiðaratækni eins og 100G coherent bylgjur hefur Farie ekki bara byggt upp öflugan grunn heldur líka framlengt líftíma sæstrengja sinna um mörg ár þar sem nýja tæknin eykur afkastagetu þeirra allt að tífalt miðað við upphaflegu hönnun. Afkastageta strengjanna mun duga Farice og þar af leiðandi landsmönnum mörg ár í viðbót, langt fram á næsta áratug. Frá því að strengirnir FARICE-1 (2004) og DANICE (2009) voru lagðir hefur aldrei orðið bilun í sjó sem er einstaklega góð rekstrarsaga. Bilanir í landi koma af og til fyrir en með fjölbreytni landleiða má komast hjá því að umferðatruflanir verða.

Hafa samband

Net fyrir kröfur framtíðar 

Rekstur netsins

Eigin rekstur í samstarfi við aðra

Helstu samstarfsaðilar Farice eru:

  • Míla sem leigir aðgang að flutningsleiðum innanlands, frá landtökustöðvum til þjónustumiðja í Reykjavík og í gagnaverum. Míla rekur einnig vaktborðið (NOC).
  • Vodafone Carrier Services sem leigir áframsambönd frá landtökustöð í Skotlandi til London

  • Tele Denmark (TDC) sem leigir aðgang frá landtökustöð í Danmörku til ýmissa endastaða á meginlandi Evrópu.

  • Opin Kerfi sem eru til aðstoðar við rekstur Internet og MPLS kerfa.

Farice hefur eigin tæknideild sem sér um rekstur kerfisins.

Farice er með sífellt opið 24/7/365 vaktborð NOC (Network Operating Centre) þar sem fylgst er með bilunum og sendar út tilkynningar til viðskiptavina og samstarfsaðila þegar eitthvað bjátar á.

Öryggi netsins

Hannað fyrir háan uppitíma

Heildarnetuppbygging Farice miðast við að þjónusta sé ávallt til reiðu þótt einhverjir leiðarhlutar netsins kunni að vera rofnir. Sérhver sæstrengur er ávallt tengdur með tveim valmöguleikum um landleiðir. Landleiðirnar eru þá aðskildar frá hvor annari. Það er síðan undir viðskiptavinum komið hvaða þjónustu þeir kaupa og hversu hátt öryggisstig er valið. Það er því ekki sjálfgefið að þjónusta sem keypt er hafi landleið til vara ef aðalleið bilar.

Öruggir sæstrengir

FARICE-1 fór í rekstur um haustið 2003 (formlega í janúar 2004) og DANICE haustið 2009. Frá þeim tíma hafa þeir aldrei bilað eða orðið fyrir hnjaski sem stöðvað hefur reksturinn. Þetta er einstaklega góð rekstrarsaga og ekki síst ef borið er saman við fyrri sæstreng Cantat-3 sem átti það til að slitna 1-2 x á ári mestmegnis vegna fiskveiða. ÍRIS strengurinn fór í rekstur 1. mars 2023.

Reglulegt daglegt eftirlit Farice styrkir rekstraröryggið svo sem stöðugt eftirlit um AIS kerfið hjá Landhelgisgæslunni og eins hefur íslenskt lagaumhverfi verið breytt í þá átt að auka vernd um strengina. Nú er skilgreint 1 klm öryggissvæði um strengina þar sem fiskveiðar eru bannaðar en það eykur öryggið gríðarlega. Þegar ákvörðun var tekin um legu strengjanna var fiskveiðiáhættan metin en gott samstarf við útvegsmenn og skipsstjórnendur afar mikilvægt í þessu sambandi. Fiskveiðar eru sögulega séð mesti slitvaldur fjarskiptasæstrengja.

Mynd af neti

Sæstrengir sem liggja að Íslandi og tengingar til Evrópu og Bandaríkjanna (2023)

Myndin hér fyrir ofan sýnir alla sæstrengi frá landinu en sleppir Cantat-3.  Cantat-3 er að hluta til í gangi og þjónar eingöngu olíuiðnaðinum.

Heildarnet Farice

Net Farice ásamt afhendingarstöðum

Línumynd af neti með fjarlægðum 

Net með fjarlægðum merkt inná. Hraði ljóss í ljósleiðara er 203 km á millisekúndu.

Fleiri myndir af Farice neti

Farice net útvíkkað

Á þessari mynd sjást helstu þjónustustaðir Farice. Farice getur auk þess boðið 10G/100G  sambönd mun víðar t.d. um Skandínavíu.

Nokkrar staðreyndir um netið

Afkastageta

Sæstrengir Farice byggja á tækni sem er í grunnatriðum sú sama og nýjustu sæstrengir nýta. Framfarir í endabúnaði þar sem gögnin eru mótuð inn á strengina nýtast sæstrengjum beint þannig að endabúnaður hefur verið og mun verða uppfærður reglulega. Með þessu má framlengja líftíma strengjanna um mörg ár og sem stendur er grunnafkastageta strengjanna miklu meiri en það sem hefur verið virkjað til notkunar.

Ef þróun í notkun heldur áfram sem horfir á eldri strengurinn FARICE-1 að duga vel fram á næsta áratug, þ.e.a.s. vel fram yfir 2024. Þótt nýting strengjanna sé ekki nema 1-2% af fullri er ekki þar með sagt að þeir séu vannýttir eins og gjarnan má heyra í umræðunni. Það kostar mikið að stækka afkastagetuna þar sem efla þarf afkastagetu endabúnaðar fyrir hvert skref sem er 100Gb/s í hvert sinn. Jafnframt þarf að leigja af þriðja aðila sambönd á landi. Allt tal um að Farice á einhvern hátt takmarki bandbreidd á ekki við rök að styðjast.

Á þriðja ársfjórðungi 2015 er Farice að selja um 420 Gb/s í heildina milli Íslands and Evrópu sem dreifist jafnt yfir FARICE-1 og DANICE sæstrengina. Hér fyrir neðan má sjá heildarafkastagetu sæstrengjanna miðað við núverandi getu endabúnaðar. Til að virkja sæstrengina að fullu þarf að fjárfesta í búnaði fyrir marga milljarða króna.

Sæstrengir Sala hófst fjöldi ljósl. para Upprunaleg afkastageta [Gb/s] Fræðilegt hámark (2016) [Gb/s]
FARICE-1 2004 2 720 11.000 (11 Terabits/s)
DANICE 2009 4 5120 36.400 (36,4 Terabits/s)

Umferðartöf (e. latency)

Umferðartöfin, þ.e.a.s. tíminn sem það tekur gögn að fara frá A til B er hér sýnd í millisekúndum. Umferðartöfin ræðst að mestu af hraða ljóseindar í ljósleiðara sem er um 2/3 af hraða ljósleiðara í lofttæmi. Töf í búnaði er hverfandi lítil en áætluð 1 msek. í heildina. Mælingin miðar við pakka sem eru 64 bæti að stærð. Umferðartöf mælir aðra leið en til samanburðar þá mælir Ping skipun báðar leiðir sem einnig kalla RTT (e. Round Trip Time).

Sæstrengur notaður
Used
POP A POP B Latency [msec]

Main route

Distance
[Km]Main Route
Distance
[Km]Route 2
Distance
[Km]alt. route
km/msec.
FARICE-1 S28 (Reykjavik) LN1-London Telehouse 18,4 3) 3635 4022 3735
/18,4 5)
FARICE-1 S28 Amsterdam 21,7 4206
FARICE-1 S28 LN2-Slough LD6 19,5 4) 3952 3822 3805 6)
DANICE N15 (BREI) AM7-Amsterdam 17,8 3416 4875
DANICE N15 INTX-Copenhagen 14,9 2823 2954
FARICE-1 V868 1) LN1-London Telehouse 18,5 3762 4010 3830 5)
FARICE 1 V868 LN2-Slough LD6 19,4 4) 3975 4035
FARICE-1 V868 AM7-Amsterdam 21,8 4155
DANICE V868 CPH-Copenhagen 15,0 2842 2935
DANICE V868 AM7-Amsterdam 17,2 3435 4856
DANICE V868 HAM-Hamburg 15,1 2869
DANICE V868 FR5-Frankfurt 17,5
Greenland Connect V868 New York 40,6
Greenland Connect V868 Halifax 33,7
IRIS V868 (KEF) Dublin 10,5
IRIS V868 London 15,0
IRIS+AEC-1 V868 US/NY/111/8th street 39,9
Gr.Connect+FARICE-1 Montreal 60,0

1) KEF Airport POP servicing Verne DC, Advania MjölnirICE01 and Etix Everywhere Fitjar

2) The latency figures are based on actual measurements of a 10G LAN_PHY circuit

3) BT – East route

4) BT – West route

5) VCS West route

6) VCS West + TH-E-LD6 extension

Vantar þig frekari upplýsingar?

Ef þú hefur einhverjar fyrirspurnir varðandi þjónustuframboð eða vantar nánari upplýsingar þá vinsamlegast…

Hafa samband