Þann 8. ágúst var ÍRIS sæstrengurinn samtengdur rétt vestur af Írland og er nú samband alla leið frá landtökustöðinni í Þorlákshöfn til landtökustöðvarinnar í Galway á Írlandi. Þann 10. ágúst lauk síðan frágangi á kaplinum í sjávarborni þar sem hann var grafinn niður með fjarstýrðu tæki og lagningarskipið lagði af stað til Írlands enda verki þess lokið.  Nú tekur við tímabil prófana og lokafrágangur í kapalstöðvum. Landhluti kerfisins er enn í uppbyggingu.

 

.

Gengið frá lokasplæsingu og múffa sett utan um.