Tengil á fréttina má finna hér 02-IS fréttatilkynning Íris lent í Galway-FINAL

Farice, fjarskiptafélag í eigu íslenska ríkisins, sem á og rekur tvo fjarskiptasæstrengi sem tengja Ísland við Evrópu, hefur nú tekið við IRIS-strengnum (Írisi) frá Subcom sem lagði strenginn í sumar. Íris, sem er þriðji fjarskiptasætrengurinn sem tengir Ísland við Evrópu, liggur milli Þorlákshafnar á Íslandi og Galway á Írlandi og þaðan áfram til Dublinar, Lundúna, Hollands, Þýskalands, Danmerkur og fleiri Evrópulanda. Framundan er vinna við að tengja fjarskiptanet á Íslandi og Írlandi og þaðan áfram til Evrópu og er áætlað að Íris verði formlega tekin í notkun á fyrsta ársfjórðungi 2023. Farice skrifaði undir samning við bandaríska strengjaframleiðandann SubCom um að leggja nýja strenginn til Írlands og hafa fyrirtækin nú lokið prófunum á strengnum og staðfest virkni hans samkvæmt hönnun. Um var að ræða síðasta áfangann áður en SubCom afhendir Írisi formlega til Farice, sem gert var fyrr í dag, föstudaginn 11. nóvember, í Galway að viðstöddum gestum í sérstakri móttöku.

Fjarskiptastrengurinn Íris

ÍRIS er búinn sex ljósleiðarapörum og hefur strengurinn flutningsgetu upp á 132Tb/s og aðeins 10,5 ms umferðartíma milli Reykjavíkur og Dublinar. Með tilkomu strengsins mun fjarskiptaöryggi Íslands við Bretland og meginland Evrópu stóraukast eins og íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að koma í framkvæmd enda mikilvægur þáttur í þjóðaröryggi.

Eamon Ryan, ráðherra umhverfis, samgangna, loftslags og fjarskipta

Í ávarpi sínu sagði ráðherra m.a. að þróun nýrra stafrænna innviða sé nauðsynleg fyrir atvinnusköpun og ný viðskiptatækifæri. „Írland er í fararbroddi í þessari stafrænu þróun og fylgir þeirri stefnu að vera gátt að Evrópu fyrir alla netumferð. Fjarskiptastrengurinn Íris er merkilegt verkefni sem tryggir að við höfum nú bein tengsl frá Írlandi til Íslands og auki fjölbreytni í tengitengingum um Írland. Þetta hefur víðtæk jákvæð áhrif fyrir Galway og Vesturlönd almennt, sem gæti opnað allt svæðið fyrir nýjar fjárfestingar. Og það undirstrikar Vesturlönd sem lykiláfangastað fyrir nettengingu innviða Evrópu sem er líklegt til að laða að framtíðarfjárfestingar til landsins.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar

„Íris er nýr fjarskiptasæstrengur milli Íslands og Írlands sem eykur stórlega fjarskiptaöryggi íslensks samfélags við erlend ríki, til hagsbóta og framfara fyrir bæði almenning og atvinnulíf. Ásamt grænni endurnýjanlegri orku mun Íris auka verulega samkeppnishæfni Íslands fyrir þjónustu gagnavera, skýjaþjónustuaðila og háhraða tölvuvinnslu. Með tengingu Íslands og Írlands skapast ný tækifæri fyrir bæði lönd til aukins samstarfs í hinum sístækkandi stafræna heimi,“ sagði ráðherra í orðsendingu sinni til Galway.

Sturla Sigurjónsson, sendiherra Íslands

Í ávarpi sínu sagði sendiherrann að frá sjónarhorni netfjarskipta færi Íris Ísland nær Írlandi. „Við erum tvö nágrannaeylönd sem deila gildum og hagsmunum sem endurspeglast í sögu og menningu þjóðanna. Undanfarið hafa bæði löndin náð mjög háu stigi stafrænnar væðingar og nettengingar, þar á meðal með hýsingu gagnavera. Íris sýnir að við getum gert hlutina enn hraðar og á skilvirkari og öruggari hátt. Fjórða iðnbyltingin er þegar hafin og tengingin sem IRIS býður upp á bætir getu okkar til að taka á móti og nýta þessar grundvallarbreytingar enn betur.“

Ossian Smyth, ráðherra stafrænnar stjórnsýslu og sjálfbærni

Í sinni ræðu sagði ráðherra afhendingardaginn ákveðið kennileiti í sögu írskra samskipta því Írland hafi verið samskiptamiðstöð milli heimsálfa síðan 1858 þegar fyrsti Atlantshafsstrengurinn, sem tengir London og New York, var lagður um írska grund. „Dagurinn í dag er sá fyrsti sem sæstrengur tengist Írlandi, sem er hvorki tengdur Bretlandi né Norður-Ameríku. Þetta er upphafið að stefnumótun Írlands til að tengjast beint við Norður- og Suður-Evrópu. Írland er nú opið fyrir viðskipti til frekari neðansjávarstrengja. Þessar nýju tengingar munu auka seiglu og draga úr leynd. Strengirnir veita innviði sem þarf fyrir hundruðir þúsunda manna sem starfa á Írlandi í upplýsingatækni- og lyfjageiranum.“

Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Farice

Við það tilefni, þegar fulltrúi SubCom afhenti strenginn formlega til Farice, sagði Þorvarður Sveinsson framkvæmdastjóri m.a. að „Íris gerði fyrirtækinu kleift að auka fjarskiptaöryggi landsins við Evrópu með nýjum tengipunkti frá Þorlákshöfn ásamt auka flutningsgeti á netumferð milli Íslands og Evrópu. Fyrir á og rekur Farice fjarskiptastrengina FARICE-1 og DANICE sem lagðir voru frá Landeyjum og Seyðisfirði til Þórshafnar í Færeyjum, Dunnet Bay á Norður-Skotlandi og Blaabjerg í Danmörku þaðan sem strengirnir liggja áfram til annarra áfangastaða í Norður-Evrópu.“

Debbie Brask frá SubCom

Í ræðu sinni óskaði Debbie Brask, aðstoðarframkvæmdastjóri verkefnastjórnunar SubCom, Farice til hamingju með nýja fjarskiptastrenginn. „Fyrir SubCom fól Íris í sér einstaka hönnun, tækni og ýmsar áskoranir við lagningu hans til Írlands sem við sigruðumst á til að mæta þörfum Farice og við unnum náið með fyrirtækinu til að tryggja að strengurinn og kerfið í heild yrði framleitt og nýst í samræmi við allar kröfur Farice. Formleg afhending okkar á strengnum í dag til Farice er til vitnis um þá vinnu, einstaka hönnum og útsjónarsemi sem bæði Farice og SubCom geta verið stolt af.“

Galway er ákjósanlegur lendingarstaður

Galway er að verða einn af lendingarstöðum fyrir sæstrengi í Evrópu vegna nálægðar og góðra fjarskipta-tenginga við Dublin auk þess hve ákjósanlegur hafsbotninn er við strönd borgarinnar með tilliti til verkefna af þessu tagi. Gera má ráð fyrir að aðdráttarafl Galway aukist með tilkomu Írisar og verði mögulega ein af miðstöðvum alþjóðlegra tenginga í Evrópu í framtíðinni eins og Þorvarður kom inn á í ræðu sinni á föstudag þegar strönd Galway var valin sem lendingarstaður fyrir Írisi. „Eftir vandlega íhugun margra þátta völdum við Galway sem nýjan lendingarstað í Evrópu. Hér eru afar hentug skilyrði á hafsbotni og að okkar mati sterkir staðbundnir innviðir sem eru meðal lykilákvörðunarþátta fyrir okkur þegar við veljum lendingarstaði.“

Frekari upplýsingar

Frekari upplýsingar veitir Þorvarður Sveinsson, framkvæmdastjóri Farice. S: 6699 222.