ÍRIS fjarskiptastrengurinn fer að bera fjarskiptaumferð fyrsta mars.

Frá því lagningu ÍRIS strengsins lauk í haust hefur Farice unnið að tengingu strengsins við gagnaver og netmiðjur á Íslandi og Írlandi. Farice hefur nú fengið afhentan ljósleiðara milli allra landleiða á Íslandi og Írlandi auk alls búnaðar (bylgjulengdarbúnaður) sem nauðsynlegur er til að ljúka við tengingarnar. Framundan er lokavinna tæknimanna við uppsetningu á fjarskiptakerfinu sem virkjar sambönd milli landanna og er útlit fyrir að þeirri vinnu verði lokið í febrúar ásamt prófunum. Markmiðið er að ÍRIS strengurinn verði farinn að bera fjarskiptaumferð milli Íslands og Írlands fyrsta mars næstkomandi.

ÍRIS kerfið er sett upp sem hringtengt net á Íslandi með tveimur afhendingarstöðum og einum afhgendingarstað í Dublin, Interxion DUB2 (nú Digital Realty).

Í kjölfar uppsetningar á bylgjulengdarbúnaði og tilheyrandi stýringum á ÍRIS strengnum verður ráðist í uppfærslu DANICE strengs í nýjustu kynslóð bylgjukerfa frá Ciena (Wavelogic 5) sem tryggir hámarksflutningsgetu. Ásamt því að nýta nýjustu þróun í ljósleiðaratækni þá verður farið í svokallaða Flexgrid útfærslu sem nýtir tíðnisviðið enn betur. Ljósleiðaratækni DANICE og ÍRIS strengjanna verður sambærileg eftir uppfærsluna. Einnig mun DANICE flutningur í landi verða varinn.