FARICE-1 sæstrengurinn er er orðinn 21 árs en sýnir engin öldrunarmerki.  Þrátt fyrir það var talið skynsamlegt að uppfæra aflkerfi strengsins sem straumfæðir magnara kerfisins á 90-100km fresti í sjónum. Magnararnir magna ljósmerkið beint en það er forsenda þess að geta sent ljósmerki svona langa leið (1205 km í sjó) með það mikla upplýsingamagn sem krafist er hér.   Búnaðurinn var uppfærður nýlega um nótt á þremur lendingarstöðum samtímis og tókst þessi frekar flókna aðgerð vel. Strengurinn var niðri í 5 tíma um nótt sem kemur ekki að sök þar sem tveir aðrir sæstrengir halda uppi sambandi á meðan.   Búnaðurinn kemur frá bandaríska fyrirtækinu Spellman (https://www.spellmanhv.com/en/) sem jafnframt framleiddi upprunalega búnaðinn.  Við hjá Farice erum núna nokkuð sannfærðir að strengurinn geti tæknilega séð þjónustað notendur næsta áratuginn að minnsta kosti ef ekki lengur.