Digital 9 Infrastructure plc kaupir Verne Global

Breska fjárfestingafélagið Digital 9 Infrastructure hefur keypt Verne Global, sem rekur gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ, fyrir um 40,7 milljarða króna. Novator Partners, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, og General Catalyst Partners stofnuðu fyrirtækið og voru meðal hluthafa ásamt Welcome Trust og framtakssjóði í rekstri Stefnis.
Digital 9 er í eigu breska sjóðstýringafélagsins Triple Point Investment Management og fjárfestir í stafrænum innviðum. Félagið keypti nýverið sæstrengjafyrirtækið Aqua Comms en það skoðar nú fleiri fjárfestingakosti í gagnaverum.  Aqua Comms lagði atlantshafssæstreng til Írlands árið 2016 og annar er væntanlegur árið 2022 sem tengist einnig Danmörku.
Kaupin eru staðfesting á því að hugmyndin um að reka alþjóðlegt gagnaver á Íslandi hefur mikið gildi. Verne Global var stofnað árið 2007 en hóf ekki rekstur fyrr en 2012. Farice hefur stutt dyggilega við uppbyggingu gagnaveraiðnaðarins frá upphafi og mun gera áfram.  Það er því sérlega ánægjulegt einnig fyrir Farice að þessi viðurkenning skuli vera staðreynd.  Vonandi verður næsti áratugur einnig árangursríkur og að sá fyrsti hafi einungis verið vísir að því sem koma skal.  Hinn nýi sæstrengur ÍRIS sem tengist Írlandi árið 2022 mun vafalaust styrkja gagnaveraiðnaðinn enn meir.

Hér er hlekkur  á fréttina :  https://verneglobal.com/news/news-verne-global-acquired-by-digital-9-infrastructure-plc/