ÍRIS fjarskiptastrengurinn fer að bera fjarskiptaumferð fyrsta mars

ÍRIS fjarskiptastrengurinn fer að bera fjarskiptaumferð fyrsta mars. Frá því lagningu ÍRIS strengsins lauk í haust hefur Farice unnið að tengingu strengsins við gagnaver og netmiðjur á Íslandi og Írlandi. Farice hefur nú fengið afhentan ljósleiðara milli allra landleiða á Íslandi og Írlandi auk alls búnaðar (bylgjulengdarbúnaður) sem nauðsynlegur er til að ljúka við tengingarnar.