Varaleið um gervihnetti komin í rekstur hjá Farice
Farice, sem tengir Ísland við umheiminn með fjarskiptasæstrengjunum FARICE-1, DANICE og IRIS, hefur tekið í rekstur varaleið fjarskipta um gervihnetti fyrir útlandasambönd. Með varaleiðinni er verið að styrkja fjarskiptaöryggi Íslands með því að gera gervihnattasambönd aðgengileg fyrir samfélagslega mikilvæg fyrirtæki og stofnanir. Tilgangurinn er að tryggja lágmarksnetsamband við útlönd ef til þess kæmi að fjarskiptasamband